Kúmen fræ 4,5kg 10L fata

Kryddhúsið
Vörunúmer: HK650 Flokkur: Brand:

Lýsing

Innihald: kúmen fræ.

Víða notað til að bragðbæta brauð og osta. Einnig notað í pylsugerð, súrkál og súpur, í áfengis- og brennivínsgerð og ómissandi í norðlenskt laufabrauð. Í gamla daga var kúmenfræjum gjarnan bætt út í kaffi uppáhellinguna hjá íslenskri alþýðu enda vex kúmen hérlendis.

Kryddið er Vegan, án aukaefna, án MSG, án glúteins, án sílikon díoxíðs, án salts.

Cumin er eitt af aðalkryddunum í Miðausturlanda-matargerð. Ómissandi á hvort sem er  grænmeti, kjúkling eða sjávarfang og er einnig ljúffengt m.a. í hvers konar baunarétti.

Cumin er mikið notuð í mexíkanskri eldamennsku, Tex-mex réttum, indverskri og miðausturlenskri matargerð. Cumin fræ eru auðug af járni, manganese, kalk, fosfór og B1-vítamíni. Þau eru talin örva ensím framleiðslu í brisi sem örva meltingu og upptöku næringar úr fæðunni.

Cumin er upprunnið í Egyptalandi. Í Biblíunni er minnst á það,  bæði sem krydd í matargerð og sem tíund til kirkjunnar. Í Forn-Egyptalandi var cumin einnig notað til að smyrja lík faróanna.