Skotinn John Lindsay kom til landsins 1924, þá 28 ára gamall starfsmaður bresks fyrirtækis, í þeim erindagjörðum að kaupa fisk fyrir fyrirtækið. Hann féll þegar fyrir landi og þjóð og settist að lokum hér að. Fyrstu ár sín á Íslandi bjó hann á gamla Hótel Íslandi, sem var þar sem nú er Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur. Lindsay stofnaði umboðsverslunina John Lindsay árið 1926 og var lengst af með reksturinn í litlu herbergi á 2. hæð í Austurstræti 14. Hann kvæntist Sigurborgu Ólafsdóttur og bjuggu þau við Hraunteig.
Smátt og smátt fór John Lindsay að sjá tækifæri til sölu á ýmsum öðrum breskum, og kannski sérstaklega skoskum vörum. Thermos hitabrúsar var eitt af því fyrsta. En Thermos umboðið hjá Lindsay er elsta söluumboð utan UK í heiminum.
Árið 1966 keypti Guðjón Hólm hdl. ásamt félögum sínum reksturinn. Fyrir voru þeir allir í öðrum rekstri, ýmist saman eða hver fyrir sig. Þar á meðal var rekstur fyrirtækjanna Reykhúsið, Kjötver, Lífstykkjabúðin og Sæbjörg. Guðjón rak lögmannsstofu í Reykjavík en hafði samhliða gegnt um tíma stöðu framkvæmdastjóra Tívolísins í Vatnsmýrinni.
Í upphafi var fyrirtækið umboðsverslun. Lagerhald og vörudreifing var því í lágmarki. Þá var sala á byggingarvörum fyrirferðamest í sölu fyrirtækisins þó matvaran hafi þó alltaf fylgt með frá upphafi.