John Lindsay fylgir markvisst umhverfissjónarmiðum í allri starfsemi sinni og ber virðingu fyrir umhverfi og náttúru landsins.
Stefna John Lindsay er að:
- Starfa samkvæmt þeim reglum og lögum sem gilda um umhverfisvernd á Íslandi.
- Halda kolefnisspori starfseminnar í lágmarki.
- Leggja áherslu á góða nýtingu auðlinda og endurvinnslu.
- Lágmarka úrgang og matarsóun.
- Skipta við birgja sem fylgja umhverfissjónarmiðum og reglum um umhverfisvernd í starfsemi sinni.
- Efla umhverfisvitund starfsmanna og hvetja til umhverfisvænna úrlausna.