John Lindsay heildverslun

John Lindsay hf. er umboðs og heildverslun sem hefur um áratugaskeið sinnt margvíslegum innflutningi og vörudreifingu.

Fyrirtækið hefur frá fyrstu tíð starfað á fjölmörgum sviðum þ.a.m. mat- og hreinlætisvörum, byggingarvörum o.fl.  sem seldar hafa verið bæði í heildsölu og smásölu.  Í dag snýst megin starfsemin um sölu á mat- og hreinlætisvörum ýmiss konar.

Viðskiptavinir fyrirtækisins eru smásöluverslanir  en einnig í vaxandi mæli stórnotendur eins og mötuneyti, veitingahús og stofnanir.

Lindsay hefur nýlega flutt í nýtt húsnæði að Klettagörðum 23.  Um er að ræða 3.500 fm. húsnæði fyrir skrifstofur, verslun og vöruhús.  Húsnæðið er með fullkomnasta tækjabúnaði sem völ er á í dag og þannig tryggir nýja aðstaðan aukið hagræði og meiri skilvirkni í vöruafgreiðslu og annarri almennri starfssemi fyrirtækisins.

Sala & dreifing

John Lindsay dreifir vörum um allt höfuðborgarsvæðið með eigin bílaflota.  Vara sem pöntuð er að morgni er, að jafnaði,  komin í hendur kaupanda seinnipart dags.

Lindsay hefur í mörg ár verið það fyrirtæki sem hlotið hefur flest stig (fæst refsistig) hjá Aðföngum í sambandi við vandaða og nákvæma vöruafgreiðslu.  John Lindsay kappkostar að veita sem besta þjónustu hvort sem er í upplýsingagjöf um eiginleika og meðferð vöru eða í afgreiðslu pantana til viðskipavina.

Agnar Ludvigsson ehf.

John Lindsay á og rekur einnig matvælaframleiðandann Agnar Ludvigsson ehf., sem framleiðir Royal vörurnar, þar á meðal Royal búðinga og Royal lyftiduft.

Einnig framleiðir Agnar Ludvigsson Bezt á kryddin, bæði fyrir neytendamarkað og stóreldhús.