John Lindsay hf. er umboðs og heildverslun sem hefur um áratugaskeið sinnt margvíslegum innflutningi og vörudreifingu.
Fyrirtækið hefur frá fyrstu tíð starfað á fjölmörgum sviðum þ.a.m. mat- og hreinlætisvörum, byggingarvörum o.fl. sem seldar hafa verið bæði í heildsölu og smásölu. Í dag snýst megin starfsemin um sölu á mat- og hreinlætisvörum, umhverfisvænni einnotavörum, kertum og ýmsum pappírsvörum. Nýjasta viðbótin eru málningarvörur frá Orcla Housecare.
John Lindsay á og rekur fyrirtækið Agnar Ludvigsson sem framleiðir hið heimsþekkta Royal lyftiduft og Royal búðingana. Agnar Ludvigsson framleiðir einnig hin vinsælu Best á krydd.
Viðskiptavinir John Lindsay eru smásöluverslanir, heildsölufyrirtæki, mötuneyti, skólar og sundlaugar, veitingahús, barir, ríkisstofnanir og fleiri.