UM LINDSAY

John Lindsay hf. er umboðs og heildverslun sem hefur um áratugaskeið sinnt margvíslegum innflutningi og vörudreifingu.

Fyrirtækið hefur frá fyrstu tíð starfað á fjölmörgum sviðum þ.a.m. mat- og hreinlætisvörum, byggingarvörum o.fl.  sem seldar hafa verið bæði í heildsölu og smásölu.  Í dag snýst megin starfsemin um sölu á mat- og hreinlætisvörum, umhverfisvænni einnotavörum, kertum og ýmsum pappírsvörum. Nýjasta viðbótin eru málningarvörur frá Orcla Housecare.

John Lindsay á og rekur fyrirtækið Agnar Ludvigsson sem framleiðir hið heimsþekkta Royal lyftiduft og Royal búðingana. Agnar Ludvigsson framleiðir einnig hin vinsælu Best á krydd.

Viðskiptavinir John Lindsay eru smásöluverslanir, heildsölufyrirtæki, mötuneyti, skólar og sundlaugar, veitingahús, barir, ríkisstofnanir og fleiri.

John Lindsay ehf er staðsett að Klettagörðum 23.

Húsnæðið er á þremur hæðum.

Lagerinn er á fyrstu hæð.

Framleiðslan er á annarri hæð (Agnar Ludvigsson ehf)

Skrifstofan er á þriðju hæð.

John Lindsay ehf dreifir vörum, daglega, um allt höfuðborgarsvæðið.  Vara sem pöntuð er að morgni er, að jafnaði,  komin í hendur kaupanda seinnipart dags.

Vörum er einnig dreift, daglega, um land allt í samstarfi við Flytjanda og fer þá eftir hvenar okkur berst pöntun hvort hægt er að koma henni á bíl þann dag.

Við leggjum mikið upp úr að bjóða vandaða og góða þjónustu á öllum sviðum.

VÖRUMERKI

Meðal heimsþekktra vörumerkja sem John Lindsay flytur inn má nefna:

Toro – súpur, sósur og kraftar

Grandiosa – flatbökur

Jordan tannhreinsivörur

Thermos – hitabrúsar og könnur og dryggkjarbollar

Papstar  – einnotavara (Pure eru umhverfisvænar einnotavörur)

Procos – einnota vörur

Kleenex – Pappírsvörur

Huggies – sundbleyjur og blautklútar

Andrex salernis- og eldhúspappír

Real Turmat – þurrmatur

Kimberly Clark – pappír, sápur og skammtarar

Overhang – heilsudrykkur

Mr Lee – núðlur

Idun – sósur

John Lindsay á og rekur einnig matvælaframleiðandann Agnar Ludvigsson sem framleiðir Royal vörurnar, þar á meðal Royal búðinga og Royal lyftiduftið góða.