John Lindsay hf. er traust umboðs- og heildverslun sem hefur um áratugaskeið sinnt margvíslegum innflutningi, vörudreifingu og matvælaframleiðslu. Gæðastefna John Lindsay er að framleiðsla og þjónusta uppfylli ávallt væntingar viðskiptavina. John Lindsay skiptir einungis við samþykkta birgja sem ábyrgjast úrvals vörur úr hágæða hráefni. Gæði og öryggi matvæla skulu tryggð sem og dreifing til viðskiptavina á umsömdum tíma. John Lindsay starfrækir innra eftirlit samkvæmt viðurkenndum matvælaöryggisstöðlum (HACCP).
Starfsemi John Lindsay skal ávallt uppfylla þær opinberu og lagalegu kröfur sem gilda um rekstur fyrirtækisins.
Stefna John Lindsay er að vinnuandi sé jákvæður, starfsfólk búi við öryggi og góðan aðbúnað á vinnustað og að jafnréttis sé gætt. John Lindsay kappkostar að mynda góð viðskiptatengsl við birgja og viðskiptavini og tryggja gott upplýsingaflæði.