Lýsing
Innihald: Heilar kardamommur.
Ilmar og bragðast dásamlega. Gefur mjúkt, aromatískt sætt bragð. Notað til að bragðbæta salta og sæta rétti. Klassískt krydd í indversku og arabísku eldhúsi. Gott að bragðbæta te, kaffi og hvers kyns heita drykki með kardamommum.
Í sumum Miðausturlöndum eru heilar kardamommur steyttar með möluðum kaffibaunum í morteli, í hlutföllunum ⅖ kardemommur á móti ⅗ kaffi og svo er hellt upp á kardemommukaffi!
Í náttúrulækningum þykja kardamommur bakteríudrepandi og sótthreinsandi með meiru. Gott er að tyggja eins og eitt eða tvö fræ af kardemommu og kyngja munnvatninu og fræjunum til að vinna bug á andremmu.
Kardamommur eru í þriðja sæti á lista yfir dýrustu krydd heimsins, miðað við þyngd, á eftir saffron og vanillu.
Kryddið er vegan, án aukaefna, án MSG, án glúteins, án silikon díoxíðs, án salts.
Kryddið geymist best á þurrum stað, fjarri sólarljósi og líftíminn er 2 ár.