Lýsing
Innihald: Basilikka, timían, hvítlaukur, sjávarsalt, svartur pipar.
Dásamleg kryddblanda sem gerir allt grænmeti svo miklu betra. Tilvalið á ofnbakað eða grillað grænmeti. Setjið vel af kryddinu á niðurskorið grænmeti og sáldrið olíu yfir. Saltið aukalega og piprið eftir smekk fyrir eldun.
Kryddið er vegan, án allra aukaefna, án MSG, án glúteins, án silikon díoxíðs.
Kryddið geymist best á þurrum stað, fjarri sólarljósi og líftíminn er 2 ár.