Lýsing
Innihald: Rauður belgpipar, laukur, gulrætur, hvítlaukur, paprika, sumac, basilikka, steinselja, tarragon, lárviðarlauf, svartur pipar, sítróna, kardamommur.
Ljúffeng kryddblanda á fisk og allt sjávarfang. Gott að blanda kryddinu saman við ólífuolíu og pensla á fiskinn fyrir eldun. Einnig hægt að hita smjör/olíu í potti með kryddinu og pensla á hráefnið eftir eldun. Saltið og piprið eftir smekk.
Kryddið er vegan, án aukaefna, án MSG, án glúteins, án silikon díoxíðs, án salts.
Kryddið geymist best á þurrum stað, fjarri sólarljósi og líftíminn er 2 ár.