Lýsing
Innihald: Allrahanda malað.
Allrahanda er einnig þekkt sem Pimento pepper og Jamaican pepper. Allrahanda eru ljúffeng ber sem eru þurrkuð og möluð og þau draga nafn sitt af því að þau bragðast eins og kanill, engifer, negull og fleiri vermandi og ljúffeng krydd og allt í senn. Allrahanda er sérlega gott á kjöt, í alls kyns pottrétti og marineringar og í hvers kyns bakstur.
Kryddið er vegan, án aukaefna, án MSG, án glúteins, án silikon díoxíðs, án salts.
Kryddið geymist best á þurrum stað, fjarri sólarljósi og líftíminn er 2 ár.