Veislumús með lakkrískeim
Uppskrift dugar í 20-25 lítil plastbox
- 1 pk. Royal Eitt sett búðingur
- 250 ml nýmjólk
- 250 ml rjómi + 300 ml þeyttur
- Jarðarber
- Lakkrískurl
- Smátt saxað súkkulaði
- Pískið saman búðing, nýmjólk og 250 ml rjóma í skál samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
- Skiptið niður í lítil plastglös (einnig hægt að að setja í stærri glös eða stóra skál).
- Kælið í að minnsta kosti klukkustund og skreytið með þeyttum rjóma, lakkrískurli og jarðarberi.
Uppskrift frá Gotterí og gersemar: Veislumús með lakkrískeim – Gotterí og gersemar (gotteri.is)