Undursamlegar súkkulaðibitakökur
Um 26-28 kökur
- 200 g smjör við stofuhita
- 150 g púðursykur
- 50 g sykur
- 2 egg
- 2 tsk. vanilludropar
- 1 pk. Royal súkkulaðibúðingur (duftið)
- 240 g hveiti
- 30 g bökunarkakó
- 1 tsk. matarsódi
- ½ tsk. salt
- 250 g súkkulaðidropar
- Þeytið smjör og báðar tegundir af sykri saman þar til létt og ljóst.
- Bætið eggjunum og vanilludropunum saman við, þeytið áfram og skafið niður á milli.
- Hrærið búðingsdufti, hveiti, bökunarkakói, matarsóda og salti saman í skál og blandið saman við í nokkrum skömmtum, skafið niður á milli.
- Að lokum fara súkkulaðidroparnir saman við.
- Gott er að miða við að setja kúpta matskeið af deigi niður á bökunarplötu fyrir hverja köku (þið þurfið 3 plötur).
- Kælið kúlurnar í um 2 klukkustundir áður en þið bakið kökurnar síðan við 175°C í um 15 mínútur eða þar til kantarnir fara að dökkna örlítið.
- Ég plastaði plöturnar og kældi úti en ef það er ekki nægilega kalt þar má skipta deiginu niður á disk/bretti og kæla það þannig, síðan endurrúlla aðeins kúlurnar eftir kælingu og raða á ofnskúffu.
Uppskrift frá Gotterí og gersemar: Undursamlegar súkkulaðibitakökur – Gotterí og gersemar (gotteri.is)