„The ROYAL“
Uppskrift dugar í 8-10 glös
Súkkulaðilag
- 1 pk. Royal súkkulaðibúðingur
- 300 ml nýmjólk
- 300 ml rjómi
- 2 msk. bökunarkakó
- Hrærið öllum hráefnum saman á meðalhraða þar til léttur og þykkur búðingur hefur myndast.
- Skiptið niður í falleg glös og geymið pláss fyrir næstu lög (gott að notast við sprautupoka/zip lock poka).
- Stráið smá Snickerskurli og krispkúlum yfir áður en þið setjið karamellubúðinginn.
Karamellulag
- 1 pk. Royal saltkaramellubúðingur
- 300 ml nýmjólk
- 300 ml rjómi
- Hrærið öllum hráefnum saman á meðalhraða þar til léttur og þykkur búðingur hefur myndast.
- Skiptið niður í glösin og geymið pláss fyrir rjóma og topp (gott að notast við sprautupoka/zip lock poka).
Toppur og annað hráefni
- 4 stk. Snickers súkkulaðistykki (rifin gróft niður)
- Litlar krispkúlur
- 300 ml þeyttur rjómi
- Sprautið rjómatopp efst í hvert glas og stráið Snickerskurli og krispkúlum yfir allt.
- Kælið fram að notkun.
Uppskrift frá Gotterí og gersemar: “The Royal” – Gotterí og gersemar (gotteri.is)