Skip to main content

Sveppasúpa

Fljótleg sveppasúpa

Sveppasúpa uppskrift

Fyrir 4-6 manns

  • 500 g blandaðir sveppir
  • ½ laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 50 g smjör
  • 1 líter vatn
  • 800 ml rjómi
  • 2 pakkar TORO skógarsveppasúpa
  • 1 msk. ferskt timían
  • 2 msk. nautakraftur
  • Salt og pipar eftir smekk
  1. Skerið sveppina niður í sneiðar (ég var með portobello, kastaníu og venjulega).
  2. Saxið laukinn smátt og rífið niður hvítlaukinn.
  3. Steikið lauk og hvítlauk stutta stund upp úr smjöri, bætið síðan sveppunum saman við og steikið áfram þar til allur vökvi gufar upp. Kryddið til með salti og pipar.
  4. Hellið vatni og rjóma í pottinn og pískið súpuduftið saman við ásamt timían.
  5. Kryddið til með nautakrafti, salti og pipar og leyfið að malla stutta stund.
  6. Gott er að bera súpuna fram með nýbökuðu snittubrauði.
Sveppasúpa frá Toro færð upp á næsta level

Það er svo sannarlega einfalt að gera ljúffenga súpu með aðstoð TORO!

Einföld og góð sveppasúpa

Þessi var í það minnsta vinsæl hjá öllum sem hana smökkuðu.

sveppasúpa uppskrift