Sveppasósa – fyrir 4 –
2-3 sveppir
1 msk smjör
½ kjötkraftur
200 ml rjómi
200 ml vatn
1 pk sveppasósa frá Toro
½ tsk timjan
salt og pipar
Skerið sveppina smátt niður og setjið í pott ásamt smjöri. Leyfið sveppunum að steikjast á miðlungshita í 2-3 mín.
Bætið hinum hráefnunum saman við og hrærið vel. Hækkið hitann og leyfið sósunni að ná suðu og sjóða í stutta stund (lækka auðvitað undir þegar hún fer að sjóða, svo hún sjóði ekki uppúr).
Smakkið sósuna til hvort þarf að bæta auka salt og pipar og berið fram.
Njótið!
Uppskrift frá Döðlur og smjör: Sveppasósa á fimm mínútum – Döðlur & smjör (dodlurogsmjor.is)