Skip to main content

Súkkulaðikakan

75 g sykur
75 g púðursykur
1 egg
85 g smjör, brætt
150 g hveiti
1 tsk lyftiduft
20 g kakó
125 ml ab mjólk / súrmjólk
50 ml sjóðandi vatn

Stillið ofn á 200°c. Þeytið sykur og egg saman þangað til létt og ljóst. Bræðið þá smjör og bætið saman við ásamt þurrefnum. Setjið vélina rólega af stað og hellið út í ab mjólk og síðast sjóðandi vatni. Hrærið þar til allt er vel blandað saman. Gott að renna með sleikju yfir botninn og losa ef það er eitthvað sem hefur sest þar.

Takið 20 cm form og spreyið að innan með Pam spreyi, hellið deiginu í formið og setjið inn í ofn. Bakið í u.þ.b. 20 mín. Takið kökuna út og leyfið henni að kólna vel.

Ofan á

200 ml mjólk
½ pk Royal búðingur – Bananasplitt með hvítu súkkulaði
1 banani
300 ml rjómi

Blandið saman mjólk og búðing og þeytið vel saman. Takið þá kælda kökuna og potið í hana með endanum af sleif út um allt svo það myndast holurnar í kökuna. Hellið búðingnum í holurnar og kælið kökuna í dálitla stund.

Skerið banana í sneiðar og þeytið rjómann. Raðið banananum yfir kökuna og dreifið rjómanum yfir með sleikju eða setjið hann í sprautupoka með stút og dúbbið á kökuna – Skreytið að vild.

Njótið!

Uppskrift frá Döðlur og smjör: Súkkulaðikaka með banana tvisti – Döðlur & smjör (dodlurogsmjor.is)