Skip to main content

Kakan

 • Betty Crocker Devils Food Cake Mix + hráefni samkvæmt leiðbeiningum á pakka
 • Auka egg
 • 2 msk bökunarkakó
 • 1 x karamellu Royal búðingur (duftið)
 1. Hrærið deigið samkvæmt leiðbeiningum á pakka og bætið strax auka eggi og bökunarkakó saman við.
 2. Þegar búið er að hræra deigið er búðingsduftinu bætt við í lokin og blandað létt saman. Bakað samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

Kremið

 • 1 poki Dumle karamellur
 • 4 msk rjómi
 • 80 gr brætt smjör
 • 2 msk bökunarkakó
 • 4 msk heitt vatn
 • 500 gr flórsykur
 1. Dumle karamellur og rjómi hitað saman þar til bráðið, lagt til hliðar.
 2. Öll hráefni sett saman í hrærivélarskálina og blandað saman og karamellublöndunni að lokum hellt saman við, sykruðu hnetukurli stráð yfir.

 

Uppskrift frá Gotterí og gersemar: Skúffukaka með karamellukremi – Gotterí og gersemar (gotteri.is)