Royal súkkulaðimús
- 1 pakki Royal súkkulaðibúðingur
- 2 msk. bökunarkakó
- 500 ml rjómi + 300 ml til skrauts
- 250 ml nýmjólk
- Hindber og súkkulaðispænir til skrauts
- Blandið saman búðingsdufti og bökunarkakó í hrærivélarskálinni.
- Hellið 500 ml af rjóma og nýmjólk saman við og þeytið í um 1 mínútu.
- Setjið í stóran zip-lock poka og klippið gat á endann, skiptið niður í glös/skálar.
- Þeytið 300 ml af rjóma, setjið í zip-lock poka, klippið gat á endann og sprautið ofan á hverja súkkulaðimús, skreytið með hindberjum og súkkulaðispæni.
Uppskrift frá Gotterí og gersemar: Royal súkkulaðimús á nokkrum mínútum – Gotterí og gersemar (gotteri.is)