Skip to main content

toro mexíkó skál

Mexíkó skál

1 pk Mexíkó grýta frá Toro
800 ml vatn
1 dós svartar baunir
½ tsk hvítlaukskrydd
salt & pipar

Setjið innihald pakkans í pott ásamt vatni, leyfið að sjóða í u.þ.b. 10 mín. Hellið vatninu af baununum og skolið. Bætið baunum ásamt kryddi saman við og leyfið að sjóða þangað til að hrísgrjónin eru tilbúin, um 5-10 mín. Leyfið að kólna í smá stund.

Magnið dugir í 3-4 skálar og því tilvalið að deila á fjölskyldumeðlimi eða geyma inn í ísskáp.

Önnur hráefni

avocado
salat
maís baunir
sýrður rjómi
kóríander

Skerið avocado í sneiðar og skolið maís baunir. Setjið grýtu í skál/box og leggið hin hráefnin með, magn eftir smekk.

Svo er bara að láta sig hlakka til hádegisins eða gúffa strax í sig.

 

mexíkó skál

Uppskrift frá Döðlur og smjör: Ofureinföld Mexíkó skál – Döðlur & smjör (dodlurogsmjor.is)