Skip to main content

Kókosbotn

4 eggjahvítur
200 g sykur
200 g kókosmjöl

Hitið ofn í 180°c. Stífþeytið eggjahvítur og sykur saman. Hellið þá kókosmjölinu saman við og blandið létt saman með sleikju.

Takið fram smelluform 22-25 cm, gott er að smella opna formið og setja bökunarpappír yfir botninn og smella svo forminu á. Þannig er betra að ná kökuna af eftir bakstur. Spreyið formið að innan með Pam spreyi, setjið deigið í formið og bakið í 30 mín. Kælið í minnst klst.

Fylling

1 pk Royal jarðaberjabúðingur
400 ml rjómi
100 ml nýmjólk

Setjið hráefnin saman í skál og þeytið í 2-3 mín. eða þangað til það að áferðin sé eins og léttþeyttur rjómi.

Takið kókosbotninn úr kæli og smyrjið fyllingunni jafnt yfir, setjið síðan aftur inn í kæli.

Krem

50 g smjör, bráðið
100 g súkkulaði, dökkt
4 eggjarauður
60 g flórsykur

Bræðið saman smjör og súkkulaði í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði. Hrærið þá saman eggjarauður og flórsykur. Blandið súkkulaðiblöndunni saman við eggjarauðublönduna og hrærið saman með sleikju. Hellið yfir kökuna.

Leyfið kökunni að taka sig inn í ísskáp í 1-2 klst.

Gott er að renna hníf meðfram brúninni á forminu þegar kakan er tekin úr til að fá snyrtilega kanta.

Njótið!

 

 

Uppskrift frá Döðlur og smjör: Kókos konfekt terta – Döðlur & smjör (dodlurogsmjor.is)