Skip to main content

kjötsúpa

Kjötsúpa – fyrir u.þ.b. 8 manns –

2,5 kg súpukjöt
4 l. vatn
1 stór rófa
6 gulrætur
10 kartöflur
1 pk Toro kjötsúpa
1½ dl hrísgrjón
2-3 tsk salt
1 tsk pipar
1 tsk steinselja (má sleppa)

Setjið súpukjötið í stóran pott ásamt vatni, leyfið suðunni að koma upp, lækkið undir og leyfið að sjóða í minnst 30 mín.

Á meðan er gott að skera niður grænmetið, en persónulega finnst mér best að skera það gróft en samt í munnbita.

Eftir 30 mín tek ég kjötið upp úr pottinum og set grænmetið út í. Þá fer ég yfir bitana og sker kjötið frá beinum og mestu fitunni. Setjið kjötið aftur út í pottinn ásamt einum pakka af Toro kjötsúpu, hrísgrjónum, salt, pipar og steinselju.

Leyfið súpunni að krauma í minnst 30 mín en þá er gott að gera smakk og athuga stöðuna á grænmetinu og kjötinu.

Njótið!

kjötsúpa

Uppskrift frá Döðlur og smjör: Klassík okkar Íslendinga – Kjötsúpa – Döðlur & smjör (dodlurogsmjor.is)