Íssamlokur
16 stykki
Brownie botnar
- 1 x Betty Crocker Chocolate Fudge brownie mix
- 100 ml vatn
- 50 ml Isio4 matarolía
- 1 egg
- ½ poki af súkkulaði Royal búðing (duftið)
- Matarolíusprey
- Hitið ofninn í 160°C og takið til ferkantað kökuform sem er um 22 x 22 cm og klippið bökunarpappír í botninn (x 2 umganga). Spreyið vel með matarolíuspreyi.
- Setjið egg, olíu og vatn í hrærivélarskálina og blandið saman.
- Hellið þá kökuduftinu saman við og hrærið vel áfram.
- Að lokum fer búðingsduftið saman við og því er blandað rólega og stutt saman við.
- Setjið helminginn af deiginu í einu í kökuformið (um 340 g í hvort skipti) og bakið í 17 mínútur. Endurtakið þá leikinn og leyfið botnunum að kólna. Geymið seinni botninn bara á smjörpappírnum í forminu því ísinn kemur þar ofan á.
Fylling og samsetning
- 2 x jarðarberja Häagen-Dazs ís
- Takið ísinn úr frystinum um 30 mínútum fyrir notkun svo hann mýkist aðeins upp.
- Skafið hann upp úr dósunum í nokkrum skömmtum og setjið yfir brownie botninn sem er í kökuforminu, dreifið jafnt úr ísnum.
- Leggið hinn botninn ofan á ísinn og frystið að nýju í að minnsta kosti 2 klukkustundir.
- Lyftið síðan ískökunni upp á bökunarpappírnum og skerið í 16 hluta og þá hafið þið íssamlokur að grípa í þegar hentar.
- Geymið í plasti eða góðu lokuðu íláti.
Uppskrift frá Gotterí og gersemar: Íssamlokur – Gotterí og gersemar (gotteri.is)