Skip to main content
Royal vanillubúðingur í smákökurnar

Hvítsúkkulaðikökur með Macadamia hnetum

Um 25 stykki

  • 230 g smjör við stofuhita
  • 120 g púðursykur
  • 50 g sykur
  • 2 egg
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 1 pk. vanillu Royal búðingur (duftið)
  • 270 g hveiti
  • 1 tsk. matarsódi
  • ½ tsk. salt
  • 130 g hvítt súkkulaði (saxað gróft)
  • 100 g Macadamia hnetur (gróft saxaðar)
  • Hitið ofninn í 175°C.
  • Þeytið saman smjör og báðar tegundir af sykri þar til létt og ljós blanda myndast.
  • Bætið eggjum og vanilludropum saman við, hrærið áfram og skafið niður á milli.
  • Hrærið næst Royal búðing, hveiti, matarsóda og salti saman í skál og bætið í hrærivélarskálina, hrærið á lágum hraða og skafið niður þar til vel blandað.
  • Setjið súkkulaði og hnetur saman við í lokin og blandið saman með sleikju.
  • Notið ísskeið/kökuskeið/skeið til að útbúa kúlur og raðið á plötu. Magn í hverri kúlu ætti að vera á stærð við um tvær matskeiðar. Ég raðaði 3 x 3 og notaði því þrjár ofnskúffur með bökunarpappír í botninn þó sú síðasta væri ekki með jafn mörgum.
  • Bakið í 12-15 mínútur eða þar til kantarnir verða vel gylltir.
  • Setjið á kæligrind og kælið áður en þið njótið.

Smákökur með hvítu súkkulaði

Uppskrift frá Gotterí og gersemar: Hvítsúkkulaðikökur með Macadamia hnetum – Gotterí og gersemar (gotteri.is)