Skip to main content

Tómatsúpa

800 ml vatn
100 ml rjómi
1 pk tómatssúpa frá Toro
1-2 msk grænt pestó

Setjið í pott vatn, rjóma og innihald tómatsúpu pakkans. Hrærið að suðu og bætið pestó saman við súpuna, fyrst eina matskeið og smakkið til ef þið viljið meira bragð. Leyfið súpunni að malla í 3-4 mín og berið síðan fram.

Brauðteningar

Hérna er tilvalið að nota brauð sem er farið að verða gamalt, því það kemur ekkert niður á teningunum sjálfum.

2-3 brauðsneiðar
2 msk ólífuolía
salt, eftir smekk
timjan
hvítlaukskrydd

Hitið ofn í 180°c. Skerið brauðið niður í cm teninga og setjið í skál og blandið saman ólífuolíu og kryddunum eftir smekk, veltið með skeið þannig að kryddin og olían dreifist vel. Setjið á bökunarpappír á ofnskúffu og inn í ofn í 15-20 mín. Gott er að hreyfa við þeim 1-2 á meðan þeir bakast.

 

tómatsúpa

Uppskrift frá Döðlur og smjör: Einfaldasta tómatsúpan – Döðlur & smjör (dodlurogsmjor.is)