Skip to main content

Royal búðingur í kökuna

Brownie með sérrírjóma og ávöxtum

Brownie kaka uppskrift

 • 1 pakki Royal búðingur með súkkulaði (duftið)
 • 70 g hveiti
 • ½ tsk. matarsódi
 • ½ tsk. salt
 • 120 g brætt smjör
 • 130 g púðursykur
 • 2 egg
 • 1 tsk. vanilludropar
 • 80 g súkkulaðidropar
 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Klæðið um 20 cm smelluform að innan með bökunarpappír og spreyið það með matarolíuspreyi.
 3. Hrærið búðingsdufti, hveiti, matarsóda og salti saman í hrærivélarskálinni.
 4. Pískið næst brætt smjör, púðursykur, egg og vanilludropa saman í annarri skál og blandið saman við þurrefnin á lágum hraða, skafið niður á milli og hrærið aðeins stutta stund.
 5. Að lokum má vefja súkkulaðidropunum saman við með sleikju og hella í formið.
 6. Bakið síðan í 22-25 mínútur og leyfið kökunni alveg að kólna áður en þið toppið hana með rjóma og ávöxtum.

Sérrírjómi og skeyting

 • 250 ml rjómi
 • 1 msk. sérrí
 • 2 msk. flórsykur
 • Jarðarber
 • Hindber
 • Brómber
 1. Setjið rjóma, sérrí og flórsykur í hrærivélarskálina og þeytið þar til stíft.
 2. Smyrjið yfir kökuna og toppið með berjum.

Brownie með rjóma

Uppskrift frá Gotterí og gersemar: Brownie með sérrírjóma – Gotterí og gersemar (gotteri.is)