Bragðmikil tómatsúpa
Fyrir 3-4 (mæli með að tvöfalda fyrir 4 eða fleiri)
- 1 pakki Amerikansk Spicy Tomatsuppe frá TORO
- 700 ml vatn
- 200 ml rjómi
- Um 250 g nautahakk
- ½ laukur
- Bezt á flest krydd
- Sýrður rjómi, kóríander, chilli og vorlaukur
- Olía til steikingar
- Saxið laukinn og steikið með hakkinu upp úr olíu, kryddið til með Bezt á flest kryddi.
- Skerið niður chilli og vorlauk og hafið kóríander og sýrðan rjóma til taks.
- Setjið vatn og rjóma í pott og hrærið súpuduftinu saman við, náið upp suðunni og leyfið síðan að malla á lágum hita í um 10 mínútur eða þar til súpan fer að þykkna, hrærið reglulega í henni á meðan.
- Hellið súpu í skál og toppið með hakki, sýrðum rjóma, kóríander, chilli og vorlauk.
- Gott er einnig að bera súpuna fram með góðu brauði.
Uppskrift frá Gotterí og gersemar: Bragðmikil tómatsúpa – Gotterí og gersemar (gotteri.is)