Bollakökur með súkkulaði- og heslihnetukremi
18-20 stykki
Bollakökur uppskrift
- 70 g smjör við stofuhita
- 250 g sykur
- 2 egg
- 2 tsk. vanilludropar
- 230 ml nýmjólk
- 150 g hveiti
- 60 g bökunarkakó
- 2 tsk. Royal lyftiduft
- ½ tsk. matarsódi
- ¼ tsk. salt
- 1 súkkulaði Royal búðingur (duftið)
- 150 g súkkulaðidropar (dökkir)
- Hitið ofninn í 170°C og takið til ál-bollakökuform og setjið pappaform ofan í.
- Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst.
- Bætið eggjunum saman við ásamt vanilludropum, einu eggi í einu, skafið og þeytið á milli.
- Blandið öllum þurrefnunum saman í eina skal fyrir utan súkkulaðið og setjið út í eggjablönduna til skiptis við mjólkina.
- Skafið niður eftir þörfum og hrærið stutta stund.
- Blandið að lokum súkkulaðidropunum saman við með sleikju.
- Skiptið niður í bollakökuformin (fyllið um 2/3 af forminu) og bakið í um 20 mínútur.
- Kælið áður en þið smyrjið kreminu á.
Súkkulaði- og heslihnetukrem
- 100 g smjör við stofuhita
- 80 g súkkulaði- og heslihnetusmjör við stofuhita
- 1 tsk. vanilludropar
- 30 g bökunarkakó
- 100 ml rjómi
- 300 g flórsykur
- Blandið öllu saman í skál, þeytið og skafið niður eftir þörfum þar til létt súkkulaðikrem hefur myndast. Gott er að setja flórsykurinn saman við í nokkrum skömmtum.
- Smyrjið vænni matskeið af kremi á hverja bollaköku.
Uppskrift frá Gotterí og gersemar: Bollakökur með súkkulaði- og heslihnetukremi – Gotterí og gersemar (gotteri.is)