
Bollakökujólatré
Um 22-24 stykki
Súkkulaðibollakökur
- 1 x Betty Crocker Devils Food Cake mix
- 4 egg
- 130 ml Isio 4 matarolía
- 250 ml vatn
- 3 msk. bökunarkakó
- 1 pk. Royal súkkulaðibúðingur (duftið)
- Hitið ofninn í 160°C og setjið pappaform í álform fyrir bollakökur.
- Hrærið saman eggjum, olíu og vatni.
- Bætið bökunarkakó og Betty dufti saman við, hrærið vel í um 2 mínútur og skafið niður á milli.
- Bætið búðingsduftinu saman við í lokin og hrærið létt.
- Skiptið niður í formin og bakið í 18-20 mínútur.
- Setjið á kæligrind og leyfið kökunum að kólna alveg áður en þið útbúið kremið.
Smjörkrem og skreyting
- 280 g smjör við stofuhita
- 500 g flórsykur
- ¼ tsk. salt
- 3 tsk. vanilludropar
- 100 ml rjómi
- Grænn matarlitur
- Kökuskraut/sykurstjörnur
- Flórsykur (til að sigta yfir)
- Þeytið smjörið eitt og sér þar til það verður létt í sér.
- Bætið flórsykri og rjóma saman við í nokkrum skömmtum á víxl og hrærið vel á milli.
- Bætið vanilludropum og salti saman við og hrærið vel.
- Setjið matarlit saman við, hrærið og skafið niður nokkrum sinnum þar til þið náið þeim litatón sem óskað er.
- Setjið kremið í sprautupoka og sprautið jólatré. Ég notaði stút 6B frá Wilton og hafði neðstu stjörnuna breiðasta og síðan hinar alltaf aðeins minni og minni til að mynda jólatré.
- Setjið sykurstjörnu á toppinn og sigtið flórsykur yfir hvert tré sem snjó.
Uppskrift frá Gotterí og gersemar: Bollakökujólatré – Gotterí og gersemar (gotteri.is)