Skúffukaka
- 1 x Betty Crocker Devils Food Cake Mix
- 4 egg
- 125 ml matarolía
- 250 ml vatn
- 4 msk bökunarkakó
- 1 pakki Royal súkkulaðibúðingur (duftið)
Súkkulaðiglassúr
- 500 g flórsykur
- 40 g bökunarkakó
- 90 g smjör (bráðið)
- 2 tsk vanilludropar
- 3 msk kaffi
- Kókosmjöl til skrauts
Aðferð – kaka
- Hitið ofninn í 160°C.
- Hrærið kökumixinu saman við egg, olíu, vatn og bökunarkakó og blandið á meðalhraða í um tvær mínútur.
- Þegar deigið er tilbúið er duftinu af Royal búðingnum bætt saman við og blandað saman stutta stund og skafið niður einu sinni á milli.
- Hellið deiginu í „skúffukökuform“ um 20×30 cm sem spreyjað hefur verið með matarolíuspreyi eða notið ofnskúffu en þá er gott að nota tvöfalda uppskrift nema þið viljið hafa hana í þynnri kantinum þá má nota eina.
- Bakið í 25-30 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum, ekki blautu deigi.
- Kælið og útbúið kremið á meðan (kremið er frekar þykkt á 20x30cm en þynnra ef það er notað fyrir heila ofnskúffu, bæði gott).
Aðferð – krem
- Bræðið smjörið.
- Setjið öll hráefnin saman í hrærivélarskálina og blandið saman þar til kekkjalaust. Þynnið með smá af volgu vatni ef ykkur þykir of þykkt.
- Smyrjið jafnt yfir kökuna með spaða og stráið kókosmjöli yfir í lokin.
Uppskrift frá Gotterí og gersemar: Besta skúffukaka í heimi – Gotterí og gersemar (gotteri.is)