Skip to main content

HRÁEFNI

 • 1 pakka af Toro skúffukökumixi
 • 1 egg
 • 3 msk bökunarkakó
 • 1 pakka af súkkulaði Royalbúðing
 • 1 pakka af jarðaberja Royalbúðing
 • 1 pakka af vanillu Royalbúðing
 • 2 dl matarolía
 • 1/2 líter af rjóma
 • 1/2 líter nýmjólk
 • Niðursoðin jarðaber í dós (notum bara safann)

AÐFERÐ

Botnar:

 1. Hellið Toro duftinu í hrærivélarskál og blandið í það 2 dl olíu, 1 egg, 3 msk bökunarkakó og 1 pakka af Royal búðing með súkkulaðibragði
 2. Hrærið létt saman en ekki of lengi og hellið svo í tvö smurð mót
 3. Bakið á 190 C°blæstri í 30 mínútur
 4. Gott er að stinga hníf í kökuna til að athuga hvort hún sé til. Ef hnífurinn kemur hreinn upp úr er hún til.

Krem á milli:

 1. Hellið 250 ml af nýmjólk og 250 ml af rjóma (óþeyttum) í skál og setjið vanillu Royalbúðingin út í. Hrærið með písk í smá stund, Við þetta verður kremið sjálfkrafa þykkt eftir nokkar mínútur.
 2. Gott er að setja í kæli í alla vega 10 mínútur
 3. Gerið svo það sama við jarðaberjakremið nema notið jarðaberjabúðing í stað vanillu.

Samsetning kökunnar:

 1. Gott er að skera bungur ofan af kökunni ef þið viljið fá hana alveg flata ofan á.
 2. Ég hellti jarðaberjasírópi úr jarðaberjum í dós yfir neðri botninn áður en ég setti kremið á hana
 3. Svo er gott að nota sprautu til að setja kremið á milli því þannig verður það jafnfara
 4. Fyrst er að sprauta neðri helmingnum og svo efri með hinu bragðefninu ofan á
 5. Setjið svo efri botninn yfir og smyrjið með Royal kreminu í kringum kökuna og skreytið eins og þið viljið eftir kúnstarinnar reglum.
 6. Hér notaði ég útprentaða sykurmassa mynd af pöndu, sem ég fann á netinu og lét prenta út fyrir mig,og setti bara beint ofan á.

Uppskrift frá Paz Heimili og matur: Auðveld og skemmtilega öðruvísi afmæliskaka með leynihráefnum (paz.is)