Aspassúpa uppskrift
Fyrir um það bil 4 manns
- 400 g ferskur aspas
- 2 skalottlaukar
- 2 hvítlauksrif
- 700 ml rjómi
- 700 ml vatn
- 2 pakkar TORO aspassúpubréf
- Salt + pipar
- Smjör til steikingar
- Brauðteningar
- Sýrður rjómi
- Skerið trenaða hlutann af aspasnum og skerið hann því næst í munnstóra bita. Hér er notast við mini-aspas og nokkrir heilir geymdir til þess að skreyta með en það er þó óþarfi.
- Saxið skalottlauk og hvítlauk og steikið upp úr smjöri ásamt aspasnum í góðum potti. Kryddið til með salti og pipar eftir smekk.
- Þegar grænmetið fer að mýkjast má hella rjóma og vatni í pottinn og píska bæði súpubréfin saman við, hitið að suðu.
- Lækkið þá hitann og leyfið að malla í um 15 mínútur, hrærið reglulega í súpunni á meðan og kryddið og smakkið til.
- Berið fram með sýrðum rjóma og brauðteningum.
Uppskrift frá Gotterí og gersemar: Aspassúpa – Gotterí og gersemar (gotteri.is)