Skip to main content

Kjúklingur í aspas & sveppasósu – fyrir 4 –

4 kjúklingabringur (u.þ.b. 800 g)
kjúklingakrydd eftir smekk
200 g sveppir
2 msk smjör
300 ml rjómi
200 ml vatn
1 pk Aspassúpa frá TORO
pipar
100 g rifinn ostur

Stillið ofn á 180°c.

Gott er að skera þvert í bringurnar, sjáum dæmi hér. Steikið kjúklinginn á pönnu í 1-2 mín á hvorri hlið og kryddið með ykkar uppáhalds kjúklingakryddi. Leggið kjúklinginn til hliðar í eldfast mót.

Skerið sveppina niður og steikið á pönnunni ásamt smjöri. Þegar sveppirnir eru orðnir vel steiktir hellið rjóma og vatni út á pönnuna. Takið þá písk og hellið aspassúpunni saman við og hrærið á meðan þið hellið út í og hrærið vel í 1-2 mín til að fá ekki kekki. Leyfið sósunni að krauma í 2-3 mín.

Hellið þá sósunni yfir kjúklinginn og stráið rifnum osti yfir. Bakið inn í ofni í 15-20 mín.

Gott er að bera réttinn fram með nýuppteknum kartöflum og fersku salati eða því sem hugurinn girnist.

Njótið!

Uppskrift frá Döðlur og smjör: Kjúklingur í aspas & sveppasósu – Döðlur & smjör (dodlurogsmjor.is)