Skip to main content

Captain Kombucha, sem hef­ur farið sig­ur­för um Evr­ópu og fæst nú á Íslandi, var á dög­un­um til­nefnt til þrennra verðlauna á The Healt­hy Aw­ards 2020 sem Hol­land & Bar­rett stend­ur fyr­ir.

Captain Kombucha er til­nefnt vörumerki árs­ins, besti drykk­ur­inn (hind­berja Kombucha) og best fyr­ir þarma­flór­una. Captain Kombucha er fersk­ur og svalandi drykk­ur sem inni­held­ur aðeins 100% nátt­úru­leg hrá­efni; líf­rænt grænt te, góðgerla, andoxun­ar­efni og víta­mín.

Kombucha er æva­forn heilsu­drykk­ur sem á upp­runa sinn í Asíu, þekkt­ur þar sem „ei­lífðar-heilsu­drykk­ur­inn“ en síðastliðin ár hef­ur hann vaxið gríðarlega í vin­sæld­um um all­an heim. Við fram­leiðslu á Captain Kombucha er farið eft­ir hinni æva­fornu upp­skrift, líf­rænt grænt te látið gerj­ast með sam­líf­is­rækt­un góðra bakt­ería og gers. Við þetta mynd­ast kolt­ví­sýr­ing­ur sem ger­ir drykk­inn freyðandi og frísk­andi.

Heil­brigð þarma­flóra er gríðarlega mik­il­væg fyr­ir and­lega og lík­am­lega heilsu. Þarma­flór­an gegn­ir lyk­il­hlut­verki fyr­ir ónæmis­kerfið og ýms­ar rann­sókn­ir sýna að yfir 70% af ónæmis­kerf­inu eru í þarma­flór­unni. Rann­sókn­ir hafa einnig sýnt að um 95% af serótón­íni, mik­il­vægu tauga­boðefni fyr­ir and­lega heilsu, eru fram­leidd í þarma­flór­unni.

Þarma­flór­an í venju­legri mann­eskju inni­held­ur yfir þúsund mis­mun­andi teg­und­ir gerla og bakt­ería. Jafn­vægi þess­ara bakt­ería get­ur auðveld­lega rask­ast vegna veik­inda, inn­töku sýkla­lyfja, koff­ínn­eyslu, álags, streitu og neyslu nær­ing­arsnauðrar fæðu.

Góðgerl­arn­ir og andoxun­ar­efn­in sem finna má í Captain Kombucha eru tal­in stuðla að heil­brigði í melt­ing­ar­vegi, meiri orku, vatns­los­un og hafa já­kvæð áhrif á and­lega líðan.