Skip to main content

Nú erum við að leggja lokahönd á básinn okkar fyrir sýninguna Stóreldhús 2019 í Laugardalshöll. Áhersla okkar í ár verður á TORO enda hágæðavörur í miklu úrvali. Við munum sýna sósur, súpur, grýtur, krafta, olíur, krydd og eftirrétti á staðnum. Einnig mun Rene Pedersen, yfirkokkur frá Orkla í Noregi koma og elda hina vinsælu mexíkósku súpu og Bali grýtu til að gefa gestum að smakka.

Stórsýningin STÓRELDHÚSIÐ 2019 verður haldin fimmtudaginn 31. október og föstudaginn 1. nóvember í Laugardalshöllinni. Sýningin hefur stöðugt verið að stækka síðan fyrsta stóreldhúsasýningin var haldin 2005. Stefnir í stórglæsilega og afar fjölbreytta sýningu. Sýningin eingöngu ætluð starfsfólki og stjórnendum stóreldhúsa.
Sýningin hefst klukkan 12.00 báða dagana og lýkur klukkan 18.00 á fimmtudag og klukkan 18.00 á föstudag.

Við hlökkum til að hitta fagfólk stóreldhúsa í höllinni!