Skip to main content

Æðisleg villigrýta með lambagúllasi, sveppum, lauk, gulrótum, brokkolí og Viltsaus frá TORO.

Fyrir 4
500g lambagúllas
2 pakkar TORO Viltsaus
1 askja sveppir
4 gulrætur
1 laukur
1 brokkolí
6 dl nýmjólk
4 dl vatn
Bezt á lambið

Skerið sveppina, gulræturnar og laukinn í sneiðar og brokkolíið í lítil búnt. Steikið lambagúllasið upp úr smjöri eða olíu í frekar stórum potti. Kryddið með salt og pipar eða Bezt á lambið. Bætið grænmetinu út í og leyfið því að steikjast í nokkrar mínútur með gúllasinu. Hellið því næst mjólkinni og vatninu út í ásamt innihaldi Viltsaus pakkanna. Hrærið vel saman og leyfið suðunni að koma rólega upp. Látið malla í ca. 20 mínútur. Berið fram með kartöflum eða kartöflumús og rifsberjasultu. Bon apetit!